RAGNHEIÐUR Ólafsdóttir jarðverkfræðingur hefur verið ráðin umhverfisstjóri Landsvirkjunar. Þetta er ný staða og er til hennar stofnað í tengslum við nýja umhverfisstefnu Landsvirkjunar, sem stjórn fyrirtækisins hefur samþykkt.
FÓLK Ráðin um-hverfis-
stjóri Lands-
virkjunar
RAGNHEIÐUR Ólafsdóttir jarðverkfræðingur hefur verið ráðin umhverfisstjóri Landsvirkjunar.
Þetta er ný staða og er til hennar stofnað í tengslum við nýja umhverfisstefnu Landsvirkjunar, sem stjórn fyrirtækisins hefur samþykkt.
Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun Ragnheiður hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri og umhverfisverkfræðingur á verkfræðistofu VBB Viak í Sundsvall í Svíþjóð. VBB Viak er stærsta verkfræðistofa á Norðurlöndum og rekur deildir vítt og breitt um Svíþjóð.
Ragnheiður veitir forstöðu deild sem heitir Vatten och Miljö sem fæst einkum við verkefni á sviði umhverfismála, grunnvatnsrannsóknir og förgun sorps. Verkefnin eru m.a. unnin fyrir sveitarfélög, vegagerðina, járnbrautirnar og helstu raforkufyrirtæki Svíþjóðar.
Með störfum sínum hefur Ragnheiður haft mikil samskipti við sænska náttúruverndarráðið og aðrar stofnanir og samtök er tengjast umhverfismálum þar í landi. Þá hefur hún reynslu af innleiðingu gæðastjórnunar og umhverfisstjórnunar.
Til starfa um áramót
Ragnheiður lauk B.Sc.-prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands 1982 og prófi í verkfræði frá Tækniháskólanum í Stokkhólmi árið 1990. Ragnheiður mun koma til starfa hjá Landsvirkjun um nk. áramót.
RAGNHEIÐUR Ólafsdóttir.