UM síðustu helgi voru tveir ungir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur innanbæjar í Bolungarvík. Annar ökumaðurinn var stöðvaður aðfaranótt laugardags á 144 km hraða og hinn sólarhring síðar á 156 km hraða. Þar sem ökumenn voru stöðvaðir er 50 km hámarkshraði.
Á 156 kílómetrum innanbæjar í Bolungarvík

Ísafirði. Morgunblaðið.

UM síðustu helgi voru tveir ungir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur innanbæjar í Bolungarvík. Annar ökumaðurinn var stöðvaður aðfaranótt laugardags á 144 km hraða og hinn sólarhring síðar á 156 km hraða. Þar sem ökumenn voru stöðvaðir er 50 km hámarkshraði.

Ökumaðurinn, sem ók hraðar, hefur samkvæmt upplýsingum blaðsins, tvívegis áður verið sviptur ökuréttindum, annars vegar fyrir of hraðan akstur og hins vegar fyrir meintan ölvunarakstur. Eftir síðara brotið var manninum gert að taka ökupróf að nýju og mun hann hafa haft prófið í þrjá daga er hann var stöðvaður í Bolungarvík. Mál ökumannanna, sem báðir eru búsettir á Ísafirði, var sent lögregluyfirvöldum þar og sviptu þeir ökumennina réttindum sínum.