TALSMENN bandarískra sjónvarpsstöðva hafa þvertekið fyrir að þættir um Díönu prinsessu séu í bígerð. En leikskáldið Jonathan Seagal, sem hefur hlotið tilnefningu til Emmy-verðlaunanna, var fljótari að ranka við sér og hefur sett saman drög að söngleik. "Þetta er stórkostlegur efniviður í söngleik," segir hann í samtali við New York Post.

Söngleikur um Díönu á Broadway?

TALSMENN bandarískra sjónvarpsstöðva hafa þvertekið fyrir að þættir um Díönu prinsessu séu í bígerð. En leikskáldið Jonathan Seagal, sem hefur hlotið tilnefningu til Emmy-verðlaunanna, var fljótari að ranka við sér og hefur sett saman drög að söngleik.

"Þetta er stórkostlegur efniviður í söngleik," segir hann í samtali við New York Post . Hefur blaðið eftir nokkrum framleiðendum á Broadway að verkefni af þessu tagi hafi verið "óumflýjanlegt". Blaðið lætur ekki þar við sitja heldur kemur með tillögu að hlutverkaskipan.

Er lagt til að Gwyneth Paltrow verði í hlutverki Díönu, Kenneth Branagh leiki Karl Bretaprins, Glenn Close leiki Camillu, Rosie O'Donnell leiki Fergie, Leonardo DiCaprio leiki Vilhjálm prins og Zachary Hanson leiki Harry. Burt Reynolds verður svo í hlutverki hins ógæfusama bílstjóra, Henri Paul, og "paparazzi" eða slúðurberarnir leiki sig sjálfa.

GWYNETH Paltrow er ákjósanlegust sem Díana, að mati New York Post.