FLOKKAR norður-írskra sambandssinna sendu í gær fulltrúa sína til viðræðna við breska embættismenn í Belfast til að gagnrýna Sinn Fein, stjórnmálaflokk Írska lýðveldishersins (IRA). Sambandssinnarnir ræddu ekki við fulltrúa Sinn Fein en sögðust ætla að taka þátt í friðarviðræðunum í Belfast til að tryggja að ekki yrði gengið að kröfum lýðveldissinna, sem vilja að Norður-Írland sameinist Írlandi.
Norður-írskir sambandssinnar gefa eftir

Vilja taka þátt

í viðræðunum

Belfast. Reuter.

FLOKKAR norður-írskra sambandssinna sendu í gær fulltrúa sína til viðræðna við breska embættismenn í Belfast til að gagnrýna Sinn Fein, stjórnmálaflokk Írska lýðveldishersins (IRA). Sambandssinnarnir ræddu ekki við fulltrúa Sinn Fein en sögðust ætla að taka þátt í friðarviðræðunum í Belfast til að tryggja að ekki yrði gengið að kröfum lýðveldissinna, sem vilja að Norður-Írland sameinist Írlandi.

Sambandssinnarnir höfðu neitað að mæta á fundarstaðinn í tvo daga og bresk og írsk stjórnvöld sögðu tilslökun þeirra mikilvægan áfanga í tilraunum til að koma friðarviðræðunum á skrið.

"Fasistaeðlið" afhjúpað

David Trimble, leiðtogi Sambandssinnaflokks Ulster (UUP), stærsta flokks sambandssinna, sagði að sendinefnd sín hefði farið í Stormont-kastala, þar sem friðarviðræðurnar fara fram, til að ræða við breska embættismenn. "Við erum ekki hér til að semja við þá [forystumenn Sinn Fein] heldur til að veita þeim mótstöðu, afhjúpa fasistaeðli þeirra," sagði Trimble. "Við höfum ekki boðið þeim að samningaborðinu. En við hræðumst þá ekki. Við rennum ekki af hólmi."

Áður hafði Trimble krafist þess að Sinn Fein yrði meinað að taka þátt í friðarviðræðunum vegna sprengjutilræðis í lögreglustöð á Norður-Írlandi í fyrradag. Trimble sagði þó í gær að UUP myndi taka þátt í friðarviðræðunum til að tryggja að Norður-Írland yrði áfram hluti af Bretlandi. "Meðan sambandssinnar sitja við samningaborðið verður Írland ekki sameinað," sagði hann.

euter DAVID Trimble, leiðtogi Sambandssinnaflokks Ulster, ræðir við fréttamenn fyrir utan Stormont-kastala í Belfast.