ÍSLANDSFLUG og Flugfélag Vestmannaeyja hafa tekið upp samstarf í haust- og vetraráætlun Íslandsflugs sem tók gildi 8. september sl. Flugfélag Vestmannaeyja flýgur níu sæta vél af gerðinni Chieftain RA-31-350 frá Vestmannaeyjum kl. 8 og frá Reykjavík kl. 18 frá mánudegi til föstudags. Auk þess flýgur Íslandsflug daglega tvær ferðir til Vestmannaeyja.

Haust- og vetrar-

áætlun Íslandsflugs

ÍSLANDSFLUG og Flugfélag Vestmannaeyja hafa tekið upp samstarf í haust- og vetraráætlun Íslandsflugs sem tók gildi 8. september sl. Flugfélag Vestmannaeyja flýgur níu sæta vél af gerðinni Chieftain RA-31-350 frá Vestmannaeyjum kl. 8 og frá Reykjavík kl. 18 frá mánudegi til föstudags. Auk þess flýgur Íslandsflug daglega tvær ferðir til Vestmannaeyja.

Íslandsflug sinnir sem fyrr sjúkraflugi á Vestfjörðum. Flugvél félagsins verður á Ísafirði um nætur og um helgar. Áætlunarflug verður frá Ísafirði kl. 8 og frá Reykjavík kl. 17 mánudaga til föstudaga auk annarrar áætlunar félagsins til Ísafjarðar.

Flogið verður milli Ísafjarðar og Bíldudals á fimmtudögum og föstudögum. Íslandsflug hefur bætt við hádegisvél inn í áætlun sína til Akureyrar og býður nú upp á þrjár ferðir alla virka daga milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Haustáætlun Íslandsflugs tryggir Austfirðingum einnig betri þjónustu því aukavél fer til Egilsstaða síðdegis á föstudögum og sunnudögum. Brottför verður til Egilsstaða kl. 17.15 og frá Egilsstöðum kl. 19.40. Aukavél verður einnig á Siglufjarðarleiðinni á föstudögum og sunnudögum. Brottför er til Siglufjarðar kl. 13.30 og frá Siglufirði kl. 14.40. Tvær ferðir verða alla virka daga, morgun- og síðdegisflug, til og frá Sauðárkróki. Brottför til Sauðárkróks er kl. 8.20 og 17.45 og frá Sauðárkróki kl. 10.25 og 18.45. Áætlunarflug til Hólmavíkur og Gjögurs verður óbreytt frá síðasta vetri.

Boðið er upp á beint flug án millilendinga nema í morgunflugi til og frá Siglufirði þar sem millilent er á Sauðárkróki.

Fargjöld verða óbreytt frá því í sumar. Nú verður að borga farseðilinn við bókun.