Brynjar Gunnarsson, landsliðsmaður úr KR, fer til Gautaborgar í Svíþjóð á laugardaginn til að skoða aðstæður hjá sænsku meisturunum IFK Gautaborg, sem lengi hefur haft augastað á honum. "Gautaborg hafði samband við okkur og bað formlega um leyfi til að skoða Brynjar og fá hann í heimsókn í nokkra daga með hugsanlegan samning í huga," sagði Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR,
Brynjar fer til Gautaborgar
Brynjar Gunnarsson, lands liðsmaður úr KR, fer til Gauta borgar í Svíþjóð á laugardaginn til
að skoða aðstæður hjá sænsku meisturunum IFK Gautaborg, sem lengi hefur haft augastað á honum. "Gautaborg hafði samband við okkur og bað formlega um leyfi til að skoða Brynjar og fá hann í heimsókn í nokkra daga með hugsanlegan samning í huga," sagði Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, við Morgunblaðið.Brynjar kom í gær frá Noregi þar sem hann skoðaði aðstæður hjá Vålerengen í Ósló, sem þegar hefur tryggt sér sæti í efstu deild. Við heimkomuna í gær lá fyrir boð sænska félagsins um að fá hann út. Þar sem Brynjar verður í leikbanni á móti ÍA á sunnudaginn gaf KR grænt ljós á að hann fengi að fara út á laugardaginn til að skoða sig um í Gautaborg fram á fimmtudag.
Miklar breytingar hjá KR
Það má búast við miklum breytingum á leikmannahópi KR-inga næsta sumar. Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur þegar gengið frá þriggja ára samningi við norska liðið Strömsgodset og fer utan í október. Eins má búast við að Brynjar og Ríkharður Daðason fari frá félaginu. Þá er óvíst hvort Ólafur Kristjánsson leikur með KR næsta sumar, en hann er nú við nám í Danmörku og hefur æft með AGF í Árósum að undanförnu.
Þá rennur samningur Guðmundar Benediktssonar út 1. október og talið ólíklegt að hann verði áfram. Hann heldur til Noregs strax eftir mót til að skoða sig um hjá Bodö/Glimt, eins og fram kemur hér að ofan. Nokkur lið hafa sýnt Einari Þór Daníelssyni áhuga og eins víst að hann yfirgefi Vesturbæjarliðið.