40 ára afmæli
Árbæjarsafns
RÉTT 40 ár verða liðin laugardaginn 20. september nk. síðan
Árbæjarsafn var opnað gestum. Af því tilefni verður opið þann dag kl. 1317 og er aðgangur ókeypis.
Auk sýningarhúsanna gefst kostur á að skoða geymsluskemmur safnsins og myndadeild. Kl. 15 verður messa í safnkirkjunni. Leiðsögn um safnsvæðið verður kl. 13 og 16.
MEÐAL afmælisgjafa sem Árbæjarsafni hafa borist er sími frá Talsímafélagi Reykjavíkur. Það hóf starfsemi árið 1905 og hafði á hendi símaþjónustu innanbæjar í nokkur ár. Gefandi var Ögmundur Frímannsson. Engin skífa var á símum í þá daga, aðeins sveif sem snúið var og kom notandanum í samband við skiptiborð.