MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá skólanefnd Akraness: "Skólanefnd Akraness hélt fund þriðjudaginn 16. september og ræddi m.a. um launadeilu leikskólakennara og grunnskólakennara við sveitarfélögin.
Skammur
tími til stefnuMORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá skólanefnd Akraness:
"Skólanefnd Akraness hélt fund þriðjudaginn 16. september og ræddi m.a. um launadeilu leikskólakennara og grunnskólakennara við sveitarfélögin. Af því tilefni var eftirfarandi ályktun samþykkt:
Skólanefnd Akraness lýsir áhyggjum sínum vegna stöðunnar sem upp er komin í kjaraviðræðum leik- og grunnskólakennara við sveitarfélögin. Skólanefnd bendir á að mjög skammur tími er til stefnu til að ná samningum við leikskólakennara áður en til boðaðs verkfalls kemur sem mun hafa víðtæka röskun á högum fjölskyldna í för með sér. Einnig óttast nefndin þær afleiðingar sem uppsagnir stórs hóps kennara munu hafa á skólastarf. Skólanefnd tekur undir samþykkt bæjarráðs Akraness þar sem lýst er fullu trausti á störf kennara hjá Akraneskaupstað.
Skólanefnd Akraness skorar á launanefnd sveitarfélaga að leita allra leiða til að ná samningum við leik- og grunnskólakennara."