ÍSLENSKA ríkið tekur líklega þátt í að greiða kostnað við að fá afhent dómskjöl í máli fjórtán ára drengs sem dæmdur var í 10 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart yngri börnum í Texas í Bandaríkjunum fyrir skömmu.
Drengurinn í Texas
Ríkið tekur þátt í
kostnaði við skjölÍSLENSKA ríkið tekur líklega þátt í að greiða kostnað við að fá afhent dómskjöl í máli fjórtán ára drengs sem dæmdur var í 10 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart yngri börnum í Texas í Bandaríkjunum fyrir skömmu.
Utanríkisráðuneytið hefur undanfarið aflað upplýsinga um mál drengsins, sem dvelst nú á greiningarstöð í Texas undir handleiðslu sálfræðinga og félagsráðgjafa. Að sögn Stefáns Hauks Jóhannessonar, skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu, mun kosta um 300 þúsund krónur að fá öll dómskjölin. Hins vegar þurfi ráðuneytið þau ekki öll til að taka afstöðu til dómsins, svo líklega þurfi að greiða mun lægra verð.