NOKKRAR línur féllu niður úr grein þeirra Orra Haukssonar og Illuga Gunnarssonar, sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Upphaf kaflans "Opinber sveiflujöfnun órökrétt", átti að vera svohljóðandi: "Það er ekki einungis að sumir telji ósanngirni felast í eignarréttarskipan í sjávarútvegi.
LEIÐRÉTT

Upphaf kafla féll niður

NOKKRAR línur féllu niður úr grein þeirra Orra Haukssonar og Illuga Gunnarssonar, sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Upphaf kaflans "Opinber sveiflujöfnun órökrétt", átti að vera svohljóðandi:

"Það er ekki einungis að sumir telji ósanngirni felast í eignarréttarskipan í sjávarútvegi. Að auki hefur verið hreyft ýmsum röksemdum, sem sýna eiga fram á hagkvæmni þess að leggja skatt á aflaheimildir eða uppboð ríkisins á nýtingarréttindum. Til að mynda ritaði Þórólfur Matthíasson, lektor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, grein í Fjármálatíðindi nýverið þar sem hann gerir grein fyrir slíkum skoðunum."

Landréttir og Reyðarvatnsrétt

Í LISTA yfir hvar og hvenær réttir væru haldnar sem birtst í Mbl. fyrir skömmu var sagt að Landréttir í Áfangagili yrðu haldnar fimmtudaginn 18. september en hið rétta er að réttirnar verða haldnar fimmtudaginn 25. september og hefjast þær kl. 11. Í þessum sama lista láðist að geta Reyðarvatnsréttar á Rangárvöllum en réttað verður þar laugardaginn 20. september kl. 11.

Rangt heiti

Í frétt í blaðinu í gær um doktorsvörn Gottskálks Þórs Jenssonar í klassískum fræðum var rangt farið með nafn móður hans sem heitir Elínbjörg Hulda Eggertsdóttir. Beðist er velvirðingar á mistökunum.