SKEMMDARVARGAR voru á ferð í kirkjugarðinum við Suðurgötu fyrir skömmu, að líkindum um síðustu helgi. Tólf legsteinum var velt um koll í garðinum og brotnuðu þrír þeirra. Skemmdirnar uppgötvuðust skömmu eftir helgina. Lögreglan í Reykjavík leitar sökudólganna.
Legsteinar skemmdir

SKEMMDARVARGAR voru á ferð í kirkjugarðinum við Suðurgötu fyrir skömmu, að líkindum um síðustu helgi.

Tólf legsteinum var velt um koll í garðinum og brotnuðu þrír þeirra. Skemmdirnar uppgötvuðust skömmu eftir helgina.

Lögreglan í Reykjavík leitar sökudólganna.