TVEIR árekstrar urðu í gær á mótum Nýbýlavegar og Þverbrekku í Kópavogi. Annar áreksturinn var svo harður að kalla þurfti á kranabíl til að fjarlægja bílana. Hinn var öllu vægari. Í hvorugu tilvikinu urðu meiðsli á fólki. Enn í lífshættu
Tveir árekstrar á sömu gatnamótum

TVEIR árekstrar urðu í gær á mótum Nýbýlavegar og Þverbrekku í Kópavogi.

Annar áreksturinn var svo harður að kalla þurfti á kranabíl til að fjarlægja bílana. Hinn var öllu vægari. Í hvorugu tilvikinu urðu meiðsli á fólki.

Enn í lífshættu

Á sömu gatnamótum varð 14 ára piltur á reiðhjóli fyrir bíl sl. mánudag og slasaðist mikið. Samkvæmt upplýsingum lögreglu í gær var hann enn í lífshættu.

Lögreglan telur tilviljun eina ráða óhöppum á þessum gatnamótum undanfarna daga, enda hafa þau ekki verið tíðari þarna en annars staðar. Umferðarljós eru á gatnamótunum.