FRUMATHUGUN á flugrita norsku Super Puma þyrlunnar sem fórst í byrjun síðustu viku hefur leitt í ljós að annar tveggja mótora þyrlunnar hafi orðið aflvana 12 sekúndum áður en upptökur flugritans stöðvuðust.

Hægri mótor missti afl

FRUMATHUGUN á flugrita norsku Super Puma þyrlunnar sem fórst í byrjun síðustu viku hefur leitt í ljós að annar tveggja mótora þyrlunnar hafi orðið aflvana 12 sekúndum áður en upptökur flugritans stöðvuðust.

Að sögn norska blaðsins Aftenposten var það hægri mótor þyrlunnar sem missti skyndilega afl. Fram kemur, að í tilkynningu frá flugslysarannsóknarnefndinni segi, að ekki sé hægt á grundvelli frumskoðunar á upplýsingum á flugritanum að staðhæfa nokkuð um orsakir hreyfilbilunarinnar.