VEIÐI á grágæs hér á landi er um 30% af hauststofninum, eða um 35.000 fuglar, en veiði á heiðagæs um 5% af hauststofninum, eða um 11.000 fuglar. Í fréttatilkynningu frá Náttúrufræðistofnun Íslands kemur fram að þar sem ekki liggi fyrir veiðiskýrslur nema fyrir árin 1995 og 1996 sé ekki vitað hversu lengi veiðiþungi á grágæs hefur verið svo mikill hér á landi,
Frekar heiðagæs en grágæs

VEIÐI á grágæs hér á landi er um 30% af hauststofninum, eða um 35.000 fuglar, en veiði á heiðagæs um 5% af hauststofninum, eða um 11.000 fuglar.

Í fréttatilkynningu frá Náttúrufræðistofnun Íslands kemur fram að þar sem ekki liggi fyrir veiðiskýrslur nema fyrir árin 1995 og 1996 sé ekki vitað hversu lengi veiðiþungi á grágæs hefur verið svo mikill hér á landi, en ætla megi að um svipaða veiði hafi verið að ræða undanfarin ár. Ljóst sé að heiðagæs ætti að þola meiri veiðiþunga og því sjálfsagt að gæsaveiðimenn beini athygli sinn fremur að henni, sem myndi þá um leið draga úr sóknarþunga á grágæs.