VEGNA meðaleinkunna grunnskóla á samræmdum prófum í 10. bekk sl. vor, sem birtar voru í Morgunblaðinu í gær, skal tekið fram að meðaltal samræmdu greinanna fjögurra er ekki reiknað út með því að leggja saman einkunnirnar fyrir samræmdu greinarnar fjórar og deila svo í útkomuna með fjórum.

Meðaleinkunn

normaldreifð

VEGNA meðaleinkunna grunnskóla á samræmdum prófum í 10. bekk sl. vor, sem birtar voru í Morgunblaðinu í gær, skal tekið fram að meðaltal samræmdu greinanna fjögurra er ekki reiknað út með því að leggja saman einkunnirnar fyrir samræmdu greinarnar fjórar og deila svo í útkomuna með fjórum.

Að sögn Finnboga Gunnarssonar, umsjónarmanns samræmdra prófa hjá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála, er meðaleinkunnin úr greinunum fjórum byggð á einkunnum þeirra nemenda sem þreyta öll fjögur prófin.

Nokkuð er um að nemendur séu með undanþágu frá próftöku í ákveðnum greinum eða hafi verið veikir á próftímanum og þess vegna þurft að fara í sjúkrapróf, sem séu ekki reiknuð inn í meðaltalið. "Þannig eru það færri nemendur sem liggja að baki meðaleinkunn greinanna fjögurra en í einstökum greinum. Meðaleinkunnin byggist á summu stiga úr öllum greinunum fjórum, sem síðan hefur verið færð að normaldreifingu," segir Finnbogi.

Aðspurður segir hann það hugsanlega hafa verið mistök hjá RUM að taka það ekki fram hvernig meðaleinkunnin var reiknuð, en þetta sé raunar ekki í fyrsta sinn sem svona sé farið að.