ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu, sem var í 88. sæti á síðasta á styrkleikalista FIFA í ágúst fór upp um fimm sæti á nýja listanum sem birtur var í gær. Brasilía er sem fyrr í efsta sæti, Þýskaland í öðru en Rúmenar, sem voru í 12. sæti á síðasta lista, er nú í þriðja sæti. Spánverjar féllu úr öðru sæti í það sjöunda og Danir úr þriðja í fimmta. Norðmenn eru í 8.
Ísland skríður
upp FIFA-listann
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu, sem var í 88. sæti á síðasta á styrkleikalista FIFA í ágúst fór upp um fimm sæti á nýja listanum sem birtur var í gær. Brasilía er sem fyrr í efsta sæti, Þýskaland í öðru en Rúmenar, sem voru í 12. sæti á síðasta lista, er nú í þriðja sæti. Spánverjar féllu úr öðru sæti í það sjöunda og Danir úr þriðja í fimmta. Norðmenn eru í 8. sæti og hafa aldrei verið eins ofarlega á listanum.Efstu liðin eru þessi (stigin í sviga): 1. Brasilía (72,24), 2. Þýskaland (63,36), 3. Rúmenía (62,65), 4. Holland (62,06), 5. Danmörk (61,60), 6. Spánn (61,15), 7. England (60,70), 8. Noregur (60,51), 9. Kólumbía (59,13), 10. Argentína (59,13). Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru: 21. Svíþjóð (55,35), 61. Finnland (42,43) og 83. Ísland (35,78).