Lið Stuttgart kom til landsins eftir hádegið í gær og æfði síðdegis í klukktíma á Laugardalsvellinum. "Þetta eru gífurleg viðbrigði," sagði miðherjinn Fredi Bobic, einn skæðasti sóknarmaður Þýskalands og markakóngur í fyrra, við Morgunblaðið. "Hitinn í Stuttgart var 26 gráður þegar við fórum en hér er við frostmark og þessi nístingskuldi verður eitt helsta vandamál okkar.
Kuldinn vandamál STOFNANDI:: STEG \: \:

Kuldinn



vandamál

Lið Stuttgart kom til landsins eftir hádegið í gær og æfði síðdegis í klukktíma á Laugardalsvellinum. "Þetta eru gífurleg viðbrigði," sagði miðherjinn Fredi Bobic, einn skæðasti sóknarmaður Þýskalands og markakóngur í fyrra, við Morgunblaðið. "Hitinn í Stuttgart var 26 gráður þegar við fórum en hér er við frostmark og þessi nístingskuldi verður eitt helsta vandamál okkar."

Joachim Löw, þjálfari Stuttgart, sagðist ekki geta tilkynnt byrjunarlið sitt fyrr en eftir æfingu í dag þar sem markvörðurinn Franz Wohlfart og varnarmaðurinn Thomas Schneider væru tæpir vegna meiðsla en varnarmaðurinn Thomas Berthold og kantmaðurinn Thorsten Legat komu ekki með hópnum til Íslands vegna meiðsla. Hins vegar er ljóst að hann ætlast til mikils af Bobic í fremstu víglínu.

"Efst í huga mínum er að verða Þýskalandsmeistari í vor en auðvitað viljum við ná langt í Evrópukeppninni," sagði Bobic og bætti við að hann þekkti að sjálfsögðu Sigurvin Ólafsson en vissi að öðru leyti ekkert um lið Eyjamanna nema það sem Joachim Löw hefði sagt, að liðið léki dæmigerða breska knattspyrnu og byggði snöggar sóknir á löngum sendingum fram á völlinn. "Í Stuttgart er rætt um að lágmarkið sé að komast í þriðju umferð og þegar ég renni yfir liðin í keppninni finnst mér að við eigum góða möguleika á að fara í undanúrslit og jafnvel í úrslit en til að þetta gangi eftir verðum við að yfirstíga fyrstu hindrunina. Við eigum erfitt verkefni fyrir höndum og fyrsti leikurinn í keppninni er mjög mikilvægur. Við eigum erfiða dagskrá framundan og með álagið í huga er aðalatriðið að sigra hérna því þá verður seinni leikurinn við ÍBV auðveldari fyrir okkur en ekkert er sjálfgefið."

Morgunblaðið/Golli FREDI Bobic og Frank Verlaat hita upp á Laugardalsvelli.