GENGIÐ hefur verið frá samningi milli Hagkaups og eigenda Verslunar Jóns og Stefáns í Borgarnesi um að Hagkaup kaupi verslunina. Óskar Magnússon, framkvæmdastjóri Hagkaups, sagði að búið væri að skrifa undir kaupsamning og aðeins ætti eftir að ganga frá nokkrum minniháttar atriðum. Ekki væri frá því gengið hvenær Hagkaup tæki formlega við versluninni.
Hagkaup opnað í Borgarnesi

GENGIÐ hefur verið frá samningi milli Hagkaups og eigenda Verslunar Jóns og Stefáns í Borgarnesi um að Hagkaup kaupi verslunina. Óskar Magnússon, framkvæmdastjóri Hagkaups, sagði að búið væri að skrifa undir kaupsamning og aðeins ætti eftir að ganga frá nokkrum minniháttar atriðum. Ekki væri frá því gengið hvenær Hagkaup tæki formlega við versluninni.

Viðræður stóðu yfir milli Kaupfélags Borgfirðinga og eigenda Verslunar Jóns og Stefáns í sumar og var búið að gera drög að kaupsamningi. Veruleg andstaða var við samninginn í stjórn Kaupfélagsins og í framhaldi af því óskuðu stjórnendur Kaupfélagsins eftir því að samningnum yrði breytt. Niðurstaðan varð sú að viðræðum var slitið og í framhaldi af því ákvað Hagkaup að kaupa verslunina.