EYJAMENN taka á móti þýska liðinu Stuttgart í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Gífurlegur áhugi er á leiknum í Þýskalandi en hann verður sýndur í beinni útsendingu hjá þýsku sjónvarpsstöðinni ARD. Tæplega 50 fjölmiðlamenn komu með Stuttgart til landsins í gær auk um 100 stuðningsmanna en von er á fleiri Þjóðverjum í dag vegna leiksins.
KNATTSPYRNA Rétt hugarfar
skiptir öllu
EYJAMENN taka á móti þýska liðinu Stuttgart í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Gífurlegur áhugi er á leiknum í Þýskalandi en hann verður sýndur í beinni útsendingu hjá þýsku sjónvarpsstöðinni ARD . Tæplega 50 fjölmiðlamenn komu með Stuttgart til landsins í gær auk um 100 stuðningsmanna en von er á fleiri Þjóðverjum í dag vegna leiksins.Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, sagði á fundi með sínum mönnum í gær að rétt hugarfar skipti öllu máli og mikilvægt væri að allir hefðu gaman af verkefninu. "Fram að leik hugsum við um leikinn og ekkert annað og rétt hugarfar skiptir öllu máli þeir eru fótboltamenn eins og við en ekki stjörnur. Við höfum hraða og getu til að komast framhjá hverjum einasta varnarmanni Stuttgart og förum ekki í þennan leik með því hugarfari að tapa með sem minnstum mun."
Á myndinni til hliðar er Krassimir Balakov, leikstjórnandi Stuttgart, með boltann en Zvonimir Soldo sækir að honum á æfingu á Laugardalsvelli í gær.
»Leikurinn/B3
Morgunblaðið/Golli