ÍSLENDINGAR hafa átt góð samskipti við Stuttgart síðan Ásgeir Sigurvinsson gerði garðinn frægan hjá félaginu en hann varð Þýskalandsmeistari með því 1984. Eyjólfur Sverrisson fylgdi í fótsporið og varð meistari með þýska liðinu 1992.
Fjórir Íslendingar með Stuttgart

ÍSLENDINGAR hafa átt góð samskipti við Stuttgart síðan Ásgeir Sigurvinsson gerði garðinn frægan hjá félaginu en hann varð Þýskalandsmeistari með því 1984. Eyjólfur Sverrisson fylgdi í fótsporið og varð meistari með þýska liðinu 1992. Sigurvin Ólafsson var hjá Stuttgart undanfarin ár og Helgi Sigurðsson var í herbúðum þess um hríð auk þess sem nokkrir leikmenn hafa æft hjá félaginu um lengri eða skemmri tíma. Reyndar hafa samskiptin verið svo mikil og góð að fulltrúi félagsins hafði á orði við Morgunblaðið í gær að ástandið um þessar mundir væri óvenjulegt ­ í langan tíma væri enginn Íslendingur hjá Stuttgart.