Leikur FH og HK var æsispennandi og hnífjafn til síðustu mínútu. Stefán Guðmundsson tryggði FH-ingum sigurinn 20 sekúndum fyrir leikslok eftir að HK-menn höfðu haft forystu allan seinni hálfleik. Töluverður haustbragur var á leik liðanna á upphafsmínútum og mikið um mistök. FH-ingar höfðu undirtökin og náðu mest þriggja marka forystu.
Sigurmark
á elleftu stundu Leikur FH og HK var æsispenn andi og hnífjafn til síðustu mínútu. Stefán Guðmundsson tryggði FH-ingum sigurinn 20 sekúndum fyrir leikslok eftir að HK-menn höfðu haft forystu allan seinni hálfleik. Töluverður haustbragur var á leik liðanna á upphafsmínútum og mikið um mistök. FH-ingar höfðu undirtökin og náðu mest þriggja marka forystu. En HK-menn héldu í við FH-inga og náðu að jafna og höfðu forystu í hálfleik.Síðari hálfleikur var mun betur leikinn af báðum liðum. HK-menn héldu sínum hlut framan af og gott það; náðu um tíma þriggja marka forystu. Þegar nær dró leikslokum söxuðu FH-ingar jafnt og þétt á forystu HK og lokamínúturnar voru æsispennandi. Þegar um ein mínúta var til leiksloka sóttu HK í stöðunni 24:24. Óskar Elvar átti skot yfir og virtist sem brotið hefði verið á honum en dómarar leiksins sáu ekki ástæðu til að dæma. FH-ingar brunuðu í sókn og Stefán Guðmundsson skoraði sigurmarkið við mikinn fögnuð heimamanna. Óskar Elvar Óskarsson átti mjög góðan leik fyrir HK en Guðjón Árnason var FH-ingum drjúgur.
Sigurður Sveinsson, leikmaður HK, var vonsvikinn í leikslok: "Þetta var baráttuleikur og nokkur vorbragur á honum. Leikurinn var vel leikinn og dómararnir stóðu sig vel ef frá er talinn afdrifaríkur dómur í lokin þegar brotið var á Óskari og "stóra" liðið fékk að hagnast aðeins. Það kostaði okkur sigurinn."
Kristján Arason, þjálfari FH, var öllu kátari í leikslok: "Þetta var tæpt. Við vorum taugaóstyrkir í byrjun. Það hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu og við því kannski of bjartsýnir. HK-menn veittu mikla mótspyrnu og nýttu sér fljótfærni okkar. HK er sterkt lið sem á eftir hirða mörg stig en það eigum við eftir að gera líka."
Borgar Þór
Einarsson
skrifar