Meistaraefnin úr Mosfellsbæ lentu heldur betur í kröppum dansi gegn Víkingi í gær, en Víkingum var spáð falli. Þeir létu spádómana ekkert á sig fá, léku af mikilli skynsemi og þegar flautað var til leiksloka höfðu Mosfellingar gert 24 mörk en heimamenn 23 ­ tæpara gat það vart staðið.

Víkingarnir

blása á spár Meistaraefnin úr Mosfellsbæ lentu heldur betur í kröppum dansi gegn Víkingi í gær, en Vík ingum var spáð falli. Þeir létu spádómana ekkert á sig fá, léku af mikilli skynsemi og þegar flautað var til leiksloka höfðu Mosfellingar gert 24 mörk en heimamenn 23 ­ tæpara gat það vart staðið.

Allt var í járnum frá fyrstu mínútu og maður hugsaði með sér að Víkingar virtust ætla að þráast við. En er á leið var ljóst að þeir ætluðu að gera miklu meira. Þeir komust mest þremur mörkum yfir, 8:5, en náðu ekki að halda því. Afturelding náði síðan tveggja marka forystu á lokakaflanum og það dugði.

Mosfellingar byrjuðu með því að leika 3-2-1 vörn og komu vel út á móti heimamönnum. Þetta gekk svona og svona, enda Birgir Sigurðsson á línunni hjá Víkingi, og hann tekur alltaf mikið til sín. Afturelding fór því í flata vörn um miðjan fyrri hálfleik og lék þannig til loka. Víkingar byrjuðu hins vegar í flatri vörn en breyttu fljótlega í 5-1 með Kristján Ágústsson fremstan. Varnarleikur Víkinga var ágætur og í raun allur leikur liðisns og nái þeir að halda ró sinni og leika af sömu yfirvegun í allan vetur þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af því að falla. Þolinmæðin þrautir vinnur allar.

Mosfellingar verða hins vegar að bæta leik sinn til muna, bæði í sókn og vörn, ætli þeir sér að fylgja eftir spádómnum um að þeir og Haukar verði í tveimur efstu sætunum. Rétt er þó að hafa í huga að báðir leikstjórnendur UMFA, Gunnar Andrésson og Ingimund Helgason, eru meiddir. Dimitrijevic sá um að stjórna sóknarleiknum og stóð sig ágætlega þó hann hafi ekki sýnt það sem hann gerði oft með ÍR-ingum í hitteðfyrra. Vörnin var ekki nægilega ákveðin og þeir geta í raun þakkað fyrir bæði stigin.

Víkingsliðið er ungt ­ mjög ungt ­ en eigi að síður virðast leikmenn hafa góðan þroska því þeir léku af mikilli skynsemi í gær. Hjalti Gylfason, tvítug örvhent skytta, lék vel og Hjörtur Örn Arnarson, sem leikur í hægra horninu, sýndi góð tilþrif og í markinu náði Júlíus Arnarson sér á strik eftir að hann kom inná í síðari hálfleik. Rögnvaldur Johnsen lék einnig vel og Birgir og Trúfan stóðu sig vel í sínum hlutverkum.

Morgunblaðið/Golli BIRGIR Sigurðsson, fyrirliði Víkings, fór fyrir sínum mönnum er þeir töpuðu naumlega fyrir Aftureldingu. Til varnar er Einar Einarsson. Skúli Unnar

Sveinsson

skrifar