VÖRÐUR, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, samþykkti í gærkvöldi tillögu stjórnar um að halda prófkjör 24. og 25. október um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Á fundinum var samþykkt að sjálfstæðismenn í Kjalarneshreppi gætu einnig tekið þátt í prófkjörinu.
Sjálfstæðisflokkurinn Opið prófkjör í lok október

VÖRÐUR, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, samþykkti í gærkvöldi tillögu stjórnar um að halda prófkjör 24. og 25. október um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Á fundinum var samþykkt að sjálfstæðismenn í Kjalarneshreppi gætu einnig tekið þátt í prófkjörinu.

Samþykktin felur í sér að prófkjörið verður opið öllum fullgildum meðlimum sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri síðari prófkjörsdaginn og ennfremur þeim stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem eiga kosningarétt í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 30. maí 1998 og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í borginni fyrir lok kjörfundar.