ÞAU óvæntu úrslit urðu í 8. umferð sem tefld var í gærkvöldi á Skákþingi Íslands á Akureyri að hinn 17 ára gamli Jón Viktor Gunnarsson sigraði Hannes Hlífar Stefánsson. Hannes Hlífar gafst upp eftir 30 leiki þegar drottningartap eða mát blasti við.
Jón Viktor
vann HannesÞAU óvæntu úrslit urðu í 8. umferð sem tefld var í gærkvöldi á Skákþingi Íslands á Akureyri að hinn 17 ára gamli Jón Viktor Gunnarsson sigraði Hannes Hlífar Stefánsson. Hannes Hlífar gafst upp eftir 30 leiki þegar drottningartap eða mát blasti við.
Önnur úrslit í gærkvöldi urðu þau að Jóhann Hjartarson vann Áskel Örn Kárason, Þröstur Þórhallsson vann Sævar Bjarnason, Þorsteinn Þorsteinsson vann Arnar Þorsteinsson, Bragi Þorfinnsson vann Gylfa Þórhallsson og Jón Garðar Viðarsson vann Rúnar Sigurpálsson.
Jóhann hefur nú tekið forystuna og er með 7,5 vinninga, Hannes hefur 6,5 og Jón Viktor hefur 6 vinninga.
Úrslitaskákin/43