SAMNINGAFUNDUR í kjaradeilu leikskólakennara og sveitarfélaganna stóð fram yfir miðnætti í nótt. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari kvað ekki margt hægt að segja um stöðuna í viðræðunum. Samningsaðilar væru að meta þær hugmyndir sem lægju á borðinu og erfitt væri að segja til um hvort árangur væri að nást.
Fundur í
leik skóladeilunniSAMNINGAFUNDUR í kjaradeilu leikskólakennara og sveitarfélaganna stóð fram yfir miðnætti í nótt. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari kvað ekki margt hægt að segja um stöðuna í viðræðunum. Samningsaðilar væru að meta þær hugmyndir sem lægju á borðinu og erfitt væri að segja til um hvort árangur væri að nást.
Verkfall leikskólakennara hefst nk. mánudag hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Um 15 þúsund börn eru í um 200 leikskólum sem sveitarfélögin reka og missa þau skólavist komi til verkfalls.