Meistarar
Dortmund
byrjuðu
með sigri
EVRÓPUMEISTARAR Dortmund hófu titilvörnina í A-riðli
í Istanbul og unnu Galatasaray 1:0 í miklum varnarleik.
Stephane Chapuisat gerði eina markið liðlega stundarfjórðungi fyrir leikslok eftir mistök tyrkneska fyrirliðans Bulents Korkmaz.
Galatasaray skipti um gír í seinni hálfleik en komst lítt áleiðis gegn sterkri vörn gestanna auk þess sem Rúmeninn Adrian Ilie var óheppinn þegar hann skaut í stöng eftir klukkutíma leik. Brasilíumaðurinn Julio Cesar Silva hélt Hakan Sukur, helsta skorara Galatasaray, niðri og Rúmeninn Gheorghe Hagi skaut í slá þýska liðsins úr aukaspyrnu undir lokin.
"Hvað get ég sagt. Við vorum óheppnir. Það er allt og sumt," sagði Fatih Terim, þjálfari Galatasaray.
Auðvelt hjá
Bayern í M¨unchen
BAYERN M¨unchen, sem leikur í E-riðli, tók á móti tyrkneska liðinu Besiktas og vann örugglega 2:0.
Fyrirliðinn Thomas Helmer gaf tóninn á þriðju mínútu eftir að hafa skallað boltann í stöng og skotið í rammann. Gestirnir voru nálægt því að gera sjálfsmark á 17. mínútu en miðjumaðurinn Mario Basler innsiglaði sigurinn 20 mínútum fyrir leikslok.
"Ég er mjög ánægður," sagði Giovanni Trapattoni, þjálfari Bayern. "Við lékum mjög vel fyrstu 20 mínúturnar, Besiktas brást við því en við tókum aftur völdin í seinni hálfleik."
Franz Beckenbauer, forseti Bayern, tók í sama streng. "Besiktas gat ekki haldið í við okkur í fyrri hálfleik og við stjórnuðum leiknum eftir hlé. Við áttum skilið að sigra en ekki er hægt að ætlast til að liðið vinni ávallt fjögur eða fimm núll."
Beinlich
hetja og
skúrkur
Leverkusen
LEVERKUSEN leikur í fyrsta sinn í Meistaradeildinni og byrjaði með sigri á Lierse frá Belgíu. Stefan Beinlich, leikstjórnandi þýska liðsins, var hetja heimamanna, gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 40. mínútu, en hann var líka skúrkur fékk gult spjald öðru sinni á 77. mínútu og þar með rautt.
"Meistaradeildin snýst um stig og mikilvægast fyrir okkur var að við byrjuðum með því að fá þrjú stig og fengum ekki á okkur mark," sagði Christoph Daum, þjálfari Leverkusen.
"Við sýndum að við erum ekki slakir," sagði Jos Daerden, þjálfari Lierse, og Daum var á sama máli. "Það er enginn auðveldur mótherji í Meistaradeildinni."