RANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson er við flatfiskamerkinar við Suðurströndina nú í september. Ætlunin er að merkja sandkola, skrápflúru, langlúru og þykkvalúru en vaxandi sókn er í þessar tegundir. Aðalmerkingasvæðin eru við Ingólfshöfða, í Meðallandsbug og við Vestmannaeyjar. Merkin sem notuð verða eru s.k. ankerismerki - einnig kölluð spaghettimerki.
Flatfiskar merktirRANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson er við flatfiskamerkinar við Suðurströndina nú í september. Ætlunin er að merkja sandkola, skrápflúru, langlúru og þykkvalúru en vaxandi sókn er í þessar tegundir.
Aðalmerkingasvæðin eru við Ingólfshöfða, í Meðallandsbug og við Vestmannaeyjar. Merkin sem notuð verða eru s.k. ankerismerki - einnig kölluð spaghettimerki. Þau eru með 3 cm löngum plastsívalningi og appelsínurauð á lit með einkenninu ISL HAF auk númers.
Vonast er til að sjómenn verði iðnir við að skila merkjum og upplýsingum um merkta fiska eftir því sem þeir veiðast til Hafrannsóknastofnunar eða útibúa hennar. Fundarlaun fyrir merki með upplýsingum um veiðistað, veiðitíma, veiðiskip, lengd fisks o.frv. eru kr. 1000.