EJS hf. hefur samið um kaup á viðskiptakerfinu Navision Financials frá TölvuMyndum-Skyggni. Kerfið varð fyrir valinu að undangenginni þarfagreiningu og útboði hjá EJS. Áhersla var lögð á að velja kerfi sem hægt væri að taka í notkun án stórvægilegrar aðlögunar en væri jafnframt nægilega sveigjanlegt til að falla að heildarskipulagi upplýsingamála hjá EJS og framþróun,
ÐEJS með Navision Financials

EJS hf. hefur samið um kaup á viðskiptakerfinu Navision Financials frá TölvuMyndum-Skyggni. Kerfið varð fyrir valinu að undangenginni þarfagreiningu og útboði hjá EJS.

Áhersla var lögð á að velja kerfi sem hægt væri að taka í notkun án stórvægilegrar aðlögunar en væri jafnframt nægilega sveigjanlegt til að falla að heildarskipulagi upplýsingamála hjá EJS og framþróun, að því er fram kemur í frétt.

EJS tók í notkun fjárhags-, sölu- og birgðakerfi í fyrsta áfanga en aðrir kerfishlutar munu fylgja í kjölfarið.