AUÐUR Hafsteinsdóttir fiðluleikari og Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari halda tónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld kl. 21. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélags V­Húnvetninga. Laugardaginn 20. september verða þær með tónleika á vegum Tónlistarfélags Skagafjarðar í Miðgarði í Varmahlíð og hefjast þeir kl. 15.30.
Fiðla og píanó á Norðurlandi vestra

AUÐUR Hafsteinsdóttir fiðluleikari og Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari halda tónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld kl. 21. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélags V­Húnvetninga.

Laugardaginn 20. september verða þær með tónleika á vegum Tónlistarfélags Skagafjarðar í Miðgarði í Varmahlíð og hefjast þeir kl. 15.30.

Á efnisskránni eru 3 rómönsur eftir Clöru Schumann, sónötur eftir Claude Debussy og Edward Grieg og nokkur smálög eftir Fritz Kreisler.

Báðar luku þær einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík á sínum tíma og hafa stundað framhaldsnám erlendis auk þess að hafa sótt námskeið víða.

Auður

Hafsteinsdóttir

Guðríður St.

Sigurðardóttir