SLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu hefur á margan hátt verið mjög skemmtilegt og lengst af mjög spennandi. Er þá ekki aðeins átt við efstu deildina, sem kennd er við Sjóvá-Almennar, en þar hefur verið mikil barátta á toppnum og ýmislegt gat gerst fram á síðustu helgi í neðri hlutanum.
SLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu hefur á margan hátt verið mjög skemmtilegt og lengst af mjög spennandi. Er þá ekki aðeins átt við efstu deildina, sem kennd er við Sjóvá-Almennar, en þar hefur verið mikil barátta á toppnum og ýmislegt gat gerst fram á síðustu helgi í neðri hlutanum. Nú er ljóst hverjir falla niður um deild og á toppnum stefnir allt í glæstan sigur Eyjamanna. Gaman verður að fylgjast með Vestmanneyingum í kvöld er þeir mæta firnasterku liði Stuttgart.

Í lægri deildunum var mikil spenna og nokkur ný lið skutu upp kollinum. Ef litið er á fyrstu deildina er árangur Þróttara glæsilegur, þeir brotnuðu ekki við mótlætið í fyrra heldur efldust og tryggðu sér sigur í 1. deildinni á sannfærandi hátt. Blikar fylgja þeim fast eftir og ÍR og FH eiga enn von.

Hlutverk spámannsins er erfitt og dæmi um slíkt má lesa í Fótboltabókinni sem gefin var út í upphafi keppnistímabilsins síðastliðið vor. Þar er reynt að spá í spilin fyrir hverja umferð og þar segir eftirfarandi um 17. umferðina í 1. deildinni sem fram fór síðasta laugardag. "Miðað við reynslu undanfarinna ára ættu ÍR-ingar að vera á blússandi siglingu, en þeir bjarga sér ávallt frá falli í lokin." Þeir sem fylgjast með fótboltanum vita að í ár hafa ÍR-ingar verið í toppbaráttu í allt sumar og allan tímann mun nær toppi heldur en botni.

2. DEILDINNI var mikil spenna. Strákarnir úr HK í Kópavogi sigruðu í deildinni og sameinað lið Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, KVA, tryggði sér einnig farseðil upp um deild á hagstæðari markatölu en Selfoss.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Austfirðingarnir ná árangri þegar þeir vinna saman. Fyrir réttum 20 árum, 1977, tryggði Austri sér sæti í 2. deildinni í knattspyrnu, þ.e. 1. deildinni eins og hún heitir nú. Árið eftir gengu Reyðfirðingar til liðs við Austramenn og strákarnir að austan náðu athyglisverðum árangri í deildinni og voru þó ekki ómerkari lið með þeim í deildinni þetta árið en stórveldið KR úr Reykjavík. Austri varð í 4. sæti og talað var um þá sem spútniklið sumarsins '78.

NN Á ný vinna Eskifjörður og Reyðarfjörður saman í fót boltanum og árangurinn lætur ekki á sér standa. Liðið hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum og þessa dagana er talað um enn meiri samvinnu fyrir austan en bara í boltanum. Þannig verður gengið til sameiningarkosninga Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og Neskaupstaðar á næstunni. Kannski hafa fótboltamennirnir gefið tóninn?

Samvinna og jafnvel sameining í íþróttum er nokkuð sem aðrir mættu taka til athugunar. Gengi ýmissa rótgróinna félaga í þéttbýlinu hlýtur að leiða hugann að því hvort rétt sé staðið að málum. Sameining er ofarlega á baugi í verkalýðshreyfingunni og því ekki í íþróttahreyfingunni.