Á. Bjarnason ehf./Smurtækni hefur tekið við umboðinu fyrir Castrol- olíur hér á landi. Í frétt frá fyrirtækinu segir meðal annars að Castrol leggi áherslu á gæði og áreiðanleika vörunnar. Stöðugt sé unnið að þróun hjá fyrirtækinu í samvinnu við alla helstu vélaframleiðendur heims.
ÐNýr umboðsaðili Castrol

Á. Bjarnason ehf./Smurtækni hefur tekið við umboðinu fyrir Castrol- olíur hér á landi. Í frétt frá fyrirtækinu segir meðal annars að Castrol leggi áherslu á gæði og áreiðanleika vörunnar. Stöðugt sé unnið að þróun hjá fyrirtækinu í samvinnu við alla helstu vélaframleiðendur heims.

Castrol er þekkt fyrir stuðning sinn við bílaíþróttir, en sigurvegarinn í síðustu Formula 1-keppninni, Jacques Villeneuve, notar eingöngu Castrol mótor- og gírolíur.

Castrol er einnig þekkt fyrir ýmsar sérhæfðar olíur fyrir iðnað.