FRAMLEIÐANDI PlayStation- leikjatölvunnar, Sony Computer Entertainment, hefur tilkynnt að 20 milljónir leikjatölva hafi verið seldar um heim allan frá því þessi byltingarkennda tölva kom á markað fyrir tæpum 3 árum. Til að anna eftirspurn eru nú framleiddar 2 milljónir tölva á mánuði, segir í frétt frá Skífunni umboðsaðila PlayStation.
Ð20 millj.
PlayStation- leikjatölva seldarFRAMLEIÐANDI PlayStation- leikjatölvunnar, Sony Computer Entertainment, hefur tilkynnt að 20 milljónir leikjatölva hafi verið seldar um heim allan frá því þessi byltingarkennda tölva kom á markað fyrir tæpum 3 árum. Til að anna eftirspurn eru nú framleiddar 2 milljónir tölva á mánuði, segir í frétt frá Skífunni umboðsaðila PlayStation.
PlayStation-leikjatölvan var kynnt í Japan í desember 1994 en eins og fram hefur komið var þróun og markaðssetning tölvunnar framan af í höndum Ólafs Jóhanns Ólafssonar sem á þeim tíma fór fyrir Sony Entertainment Interactive í Bandaríkjunum. Skoðanamunur á markaðssetningu tölvunnar varð m.a. til þess að Ólafur Jóhann hvarf frá Sony.
Framleiðsla tölvuleikja fyrir PlayStation hefur einnig vaxið hröðum skrefum og hafa til þessa selst yfir 135 milljónir leikja.