Stefanía Jónsdóttir
Stefanía Jónsdóttir fæddist
á Hrauni í Sléttuhlíð 18. ágúst 1898. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 7. september síðastliðinn Foreldrar hennar voru Rannveig Bjarnadóttir og Jón Eyjólfsson sem bjuggu á Hrauni . Stefanía missti föður sinn 12 ára gömul og fór hún þá að Miðhóli til frændfólks síns. Systkini Stefaníu voru níu. Tvö elstu, Helga og Bjarni, dóu ung úr barnaveiki en næstur var Anton f. 6. apríl 1896, d. 28. okt. 1969; Pálmi f. 3. des. 1900, d. 30. júní 1968; Helga, f. 21. apríl 1903; Bjarni, f. 23. júní 1905; Friðrika, f. 15. okt. 1907, d. 25.2. 1994; yngstur var Konráð Sölvi en hann lést á fyrsta ári. Stefanía giftist Jóhanni Jónssyni 11. ágúst 1917 og eignuðust þau þrjú börn, Jón Þorgrím, f. 16. júní 1918, d. 9. mars 1971, giftur Jóhönnu Einarsdóttur, börn þeirra eru Stefán Ragnar, Ragnhildur og Anna Björk; Rögnu, f. 9. maí 1919, hennar maður var Stefán Jónsson, f. 15. maí 1920, d. 19. maí 1991 og er dóttir þeirra Stefanía; Helgu, f. 12. des. 1922, d. 8. des. 1996, gift Pétri Guðjónssyni og eru þeirra börn Ragna Stefanía, Jóhann Oddnýr, Guðjón Sólmar, Rannveig, Magnús, Hólmfríður Bergþóra, Svanfríður og Solveig. Stefanía og Jóhann bjuggu á Hrauni til ársins 1964 er þau flytjast til Reykjavíkur. Árið 1969 missir Stefanía mann sinn. Barnabarnabörn Stefaníu eru orðin 32, þar af lést drengur á síðasta ári, barnabarnabarnabörn eru þrjú. Útför Stefaníu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00.