HERDÍS
ÞORSTEINSDÓTTIR
Herdís Þorsteinsdóttir
fæddist á Klömbrum, V- Húnavatnssýslu, 8. september 1913. Hún lést 11. september síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Gunnarsson bóndi og kona hans Guðrún Jóhanna Vigfúsdóttir. Herdís átti fimm systur og einn bróður auk hálfbróður, sem öll eru látin. Herdís giftist Jóni Þ. Einarssyni, fæddur 16.8. 1911, dáinn 12.6. 1973. Þau slitu samvistir. Þau eignuðust þrjú börn 1) Einar, f. 14.10. 1935. 2) Hanna Elsa, f. 21.10. 1939, d. 15.7. 1989. 3) Gunnar Þorsteinn, f. 10.7. 1947. Barnabörnin eru 11 talsins og barnabarnabörnin eru 12 talsins. Herdís starfaði við saumaskap mestan hluta ævi sinnar hjá hinum ýmsu fyrirtækjum. Útför Herdísar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.