Margrét Einarsdóttir Elsku besta amma mín, nú ert þú farin yfir móðuna miklu. Ég kveð þig í hinsta sinn með söknuð í hjarta. Þú, sem varst alltaf til staðar fyrir mig, í 32 ár, í gegnum súrt og sætt, gleði og sorg. Far þú í friði, elsku amma mín, og hafðu þökk fyrir allt og allt.

Nú legg ég augun aftur,

Ó, Guð, þinn náðarkraftur

mín veri vörn í nótt.

Æ, virzt mig að þér taka,

mér yfir láttu vaka

þinn engil, svo ég sofi rótt.

(S. Egilsson.) Þín

Íris Margrét.