Halldór Bragason
Hann afi Dóri er dáinn og farinn
upp til Guðs. Nú finnur hann afi Dóri ekki lengur til í handleggnum, svo hann getur spilað golf eins og honum fannst svo skemmtilegt, bara að hann passi nú að golfkúlurnar detti ekki niður á okkur.
Fyrstu árin mín átti ég heima hjá afa Dóra og ömmu Tobbu. Oft lenti það á afa Dóra að passa mig þegar mamma var að vinna. Þá urðum við mjög náin, og ég sakna hans mikið. Ég vil þakka afa Dóra fyrir hvað hann var alltaf góður við mömmu mína og reyndist henni alltaf svo vel, ég veit að hún mun hjálpa mér að muna eftir þér. Hvíl þú í friði.
Þín,
Sunna Björg.