UM þessar mundir er forysta HÍK að óska endurkjörs. Fyrsta skylda stéttarfélags er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og ­ sækja fram ef færi gefst. Skoðum afrek hennar í kjaramálum. Fyrsta október voru greidd laun eftir nýja samningnum svo að loks er hægt að bera kjörin saman við það sem var fyrir einu ári ­ þann fyrsta október 1996.
Framhaldsskólakennari! lækkuðu þín laun líka?

Gísla Ólafi Péturssyni:

UM þessar mundir er forysta HÍK að óska endurkjörs. Fyrsta skylda stéttarfélags er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og ­ sækja fram ef færi gefst. Skoðum afrek hennar í kjaramálum. Fyrsta október voru greidd laun eftir nýja samningnum svo að loks er hægt að bera kjörin saman við það sem var fyrir einu ári ­ þann fyrsta október 1996.

Samanlagður mínus

Breyting mánaðarlauna framhaldsskólakennara er +4,84%. Að nafninu til hafa föstu launin hækkað um 7,84% en þar af er einn launaflokkur, 3%, þannig til kominn að ákveðið hefur verið að draga í staðinn úr greiðslum fyrir yfirferð verkefna. Sá flokkur er því tekinn úr okkar eigin vasa.

Eftir aukna vinnuskyldu framhaldsskólakennara er breytingin samtals -1,61%. 130 tíma endurgjaldslaus aukning á vinnuskyldu framhaldsskólakennara jafngildir 6,45%. Hana ber að draga frá þegar áhrif kjarasamningsins eru metin.

Þegar framhaldsskólakennari verður 55 ára verður breytingin samtals -7,32%. Eftir 55 ára aldur er hætt að greiða fyrir 32 klukkustundir sem vinna skal við upphaf og lok anna. Þær eru 1,59% af heildarvinnu ársins. Auk þess verður nú allur 55 ára kennsluafslátturinn umreiknaður til annarra starfa til viðbótar við 130 tímana. Sú vinnuaukning nemur 4,12% af vinnumagni ársins.

Þegar framhaldsskólakennari verður 60 ára verður breytingin samtals -15,64%. Allur kennsluafsláttur sextugra kennara verður á sama hátt umreiknaður til annarra starfa til enn aukinnar viðbótar við 130 tímana. Þessi viðbót hjá sextugum kennurum nemur 8,32%.

Vantar lýsingarorð

Ég skil ekki útreikning kennslustarfsins eftir nýju reglunum. Ég sé hins vegar hvaða upphæð ég fæ greidda samkvæmt launaseðli. Ég ákvað því að reikna launin mín eftir þeim einföldu reglum sem voru í gildi fyrir einu ári. Mig vantar lýsingarorð yfir niðurstöðuna: Heildarlaun mín eru 5% lægri en þau væru eftir samningi síðasta árs!!

Hvernig breyttust þín kjör!

Taktu fram síðasta launaseðil ársins 1996. Notaðu einingaverðin á honum til að reikna greiðslur fyrir núverandi kennslu. Leiðbeiningar finnurðu á rvik.ismennt.is/~ gop - og getur fengið senda Excel-skrá til að reikna launin út. Gott væri að safna niðurstöðunum á einn stað með því að senda þær til gop þ ismennt.is eða í Box 36/202 Kóp. Yfirliti verður svo dreift til þátttakenda. Ljóst er að forysta HÍK hefur bætt á félagsmenn sína endurgjaldslausri vinnu. Það er hins vegar fleira sem vantar en lýsingarorð þegar þeir þar á ofan ýmist hækka minnst allra stétta eða beinlínis lækka í útborguðum launum !!!

GÍSLI ÓLAFUR PÉTURSSON,

framhaldsskólakennari.