Jóhann Hjartarson er eini keppandinn sem náði að vinna tvær fyrstu skákirnar. Norðurlandameistarinn Curt Hansen vann mikilvægan sigur á Hannesi Hlífari Stefánssyni. ÞAÐ stefnir í harða baráttu þeirra Jóhanns og Danans um Norðurlandameistaratitilinn, en þeir eru langstigahæstir keppenda á mótinu. Þeir tefla ekki innbyrðis fyrr en í níundu umferð og þá hefur Hansen hvítt.

Jóhann einn

með fullt hús

vinninga SKÁK Grand Hótel Reykjavík, 8.­22. október: VISA NORDIC GRAND PRIX, ÚRSLIT:

Jóhann Hjartarson er eini keppandinn sem náði að vinna tvær fyrstu skákirnar. Norðurlandameistarinn Curt Hansen vann mikilvægan sigur á Hannesi Hlífari Stefánssyni. ÞAÐ stefnir í harða baráttu þeirra Jóhanns og Danans um Norðurlandameistaratitilinn, en þeir eru langstigahæstir keppenda á mótinu. Þeir tefla ekki innbyrðis fyrr en í níundu umferð og þá hefur Hansen hvítt. Það var barist vel í annarri umferðinni á fimmtudaginn. Margar skákir drógust á langinn, en þó lauk aðeins tveimur með sigri en fimm urðu jafntefli. Færeyingurinn John­Arni Nielsen beit í skjaldarrendur gegn Jóhanni og virtist lengi eiga jafntefli í hendi sér. En reynsla Jóhanns reyndist þung á metunum, Færeyingurinn veikti stöðu sína að óþörfu og Jóhanni tókst að nýta sér biskupaparið til sigurs í endatafli. Sú skák sem mesta athygli vakti var viðureign Hannesar og Curts Hansen. Hannes hafði hvítt, en fékk ekkert út úr byrjuninni og Daninn fékk ívið þægilegri stöðu. Í tímaþröng reyndi Hannes að koma á hann snöggu lagi, en Norðurlandameistarinn varðist fimlega og komst út í hagstætt endatafl sem hann vann fljótt og örugglega. Þeir Þröstur og Hector tefldu snarpa skák þar sem Svíinn sókndjarfi fórnaði skiptamun og tveimur peðum fyrir hættuleg færi, en niðurstaðan varð þráskák. Við skulum líta á sigurskák Jóhanns úr fyrstu umferð: Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Einar Gausel, Noregi Caro­Kann vörn 1. e4 ­ c6 2. d4 ­ d5 3. e5 ­ Bf5 4. Rf3 ­ e6 5. Be2 ­ Rd7 6. 0-0 ­ Re7 7. Rh4 ­ Db6 8. c4 ­ Bxb1 9. Hxb1 ­ dxc4 10. Bxc4 ­ Hd8 11. Dg4 ­ h5 12. De4 ­ Rxe5!? Skemmtilegur leikur sem vinnur peð, en sá galli er á gjöf Njarðar að svartur lendir með hrók á villigötum og er langt á eftir í liðsskipan. Nú upphefjast miklar sviptingar: 13. dxe5 ­ Hd4 14. De2 ­ Hxh4 15. Be3 ­ Dc7 16. Hbd1 ­ Rd5 Til greina kom 16. ­ Dxe5 því svartur verst eftir 17. Hd8+ ­ Kxd8 18. Bb6+ ­ axb6 19. Dxe5 ­ Hxc4 20. Db8+ ­ Kd7. En eftir 17. f4 hefur hvítur hættuleg færi fyrir peðin. 17. Bxd5 ­ exd5 18. f4 ­ g5 19. e6! ­ f6?! Betra var 19. ­ fxe6 þótt svarta staðan sé vissulega hættuleg eftir t.d. 20. Bxa7 ­ Hh6 21. g3 ­ Hg4 22. fxg5, en svartur á þá 22. ­ Hxg5 23. Be3 ­ Hxg3+! 24. Kh1 ­ Hxe3 og fær bætur fyrir skiptamuninn. STÖÐUMYND 20. Dc2! Með tvöfaldri hótun: 21. Dg6+ og 21. Hxd5. Svartur er kominn í mikil vandræði og var að auki naumur á tíma. 20. ­ Dh7 21. Da4! ­ Bd6 22. Hxd5 ­ Bxf4 23. Bxf4 ­ Hxf4 24. Hxf4 ­ gxf4 25. Hd1! ­ De7 26. Dxf4 ­ 0-0 27. Df5 ­ Dh7 28. Dxh7+ ­ Kxh7 29. Hd7+ ­ Kg6 30. Hxb7 ­ He8 31. e7 ­ a5 32. Kf2 ­ Kf7 33. Kf3 ­ Hxe7 34. Hxe7+ ­ Kxe7 35. h4 ­ f5 36. Kf4 ­ Kf6 37. a4 ­ c5 38. b3 ­ Ke6 og gaf, því eftir 39. Kg4 vinnur hvítur peðsendataflið auðveldlega. Þrír jafnir í Tilburg Gary Kasparov missti landa sína Vladímir Kramnik og Peter Svidler upp að hlið sér í síðustu umferð á Fontys mótinu í Tilburg. Kasparov gerði jafntefli í 20 leikjum gegn Frakkanum Joel Lautier, en Kramnik vann sannfærandi sigur á heimamanninum Loek Van Wely. Svidler sigraði Onísjúk frá Úkraínu í baráttuskák. Öðrum skákum í síðustu umferð lauk með jafntefli svo lokastaðan varð þessi: 1.­3. Svidler, Kasparov og Kramnik, allir Rússlandi 8 v. af 11 mögulegum. 4.­5. Adams, Englandi og Leko, Ungverjalandi 7 v. 6. Júdit Polgar, Ungverjalandi 6 v. 7. Shirov, Spáni 5 v. 8.­9. Lautier, Frakklandi og Van Wely, Hollandi 4 v. 10. Onísjúk, Úkraínu 4 v. 11. Piket, Hollandi 2 v. 12. Tal Shaked, Bandaríkjunum 1 v. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson

Jóhann Hjartarson