FYRIR nokkru kom út leikur á leikjatölvurnar Sega Saturn og nefnist hann Manx TT SuperBike. Leikurinn var upprunalega hannaður og gefinn út sem leikur í spilakassa og er það nokkuð greinilegt vegna lítils úrvals á bæði brautum og hjólum.
Tölvuleikurinn

Meiðir sig ekki ef maður dettur Vélhjóla- og bifreiðaleikir verða æ fullkomnari. Ingvi M. Árnason brá sér á vélhjól á kappaksturseyjunni Isle of Man.

FYRIR nokkru kom út leikur á leikjatölvurnar Sega Saturn og nefnist hann Manx TT SuperBike. Leikurinn var upprunalega hannaður og gefinn út sem leikur í spilakassa og er það nokkuð greinilegt vegna lítils úrvals á bæði brautum og hjólum. Leikurinn á sér stað á hinni frægu kappaksturseyju Isle of Man þar sem Manx-kappaksturinn er haldinn árlega með miklum áhuga frá öllum mótorhjólaheiminum. Við breytinguna frá spilakassaleik til leikjatölvu hefðu framleðendur átt að bæta við að minnsta kosti tveim brautum en þess í stað eru tvær brautir og síðan aftur sömu brautir, aðeins speglaðar. Grafíkin í leiknum er á allan hátt mjög vel heppnuð, umhverfi leiksins mjög flott og greinilegt að mikil vinna liggur að baki leiknum. Stjórnun er einnig mjög góð en ráðlagt er að kaupa annað stýritæki en þann stýripinna sem fylgir með tölvunni ef vel á að vera.

Hljóðrás er einnig með afbrigðum góð og samhæfing stjórnunar, myndar og hljóðs afar vel heppnuð. Leikurinn hefur einnig verið gefinn út fyrir PC-tölvur en ekki veit greinarhöfundur hvernig sú breyting hefur heppnast. Fjórar tegundir af keppni standa spilurum til boða: ­ Spilakassakeppni, en í henni er hægt að velja um tvær brautir en ekki er hægt að velja hjól.

­ Saturn-keppni. Í þessum valmöguleika er hægt að velja um æfingaakstur eða fulla keppni og í Saturn- keppninni er hægt að velja átta hjól og 2 brautir og sömu tvær speglaðar.

­ Tímakeppni, en í henni er hægt að velja keppni við tímann og keppni við annan spilara.

Í báðum síðasttöldu valmöguleikunum er hægt að velja allar brautir og öll hjól. Öll hjól í þessum leik hafa mismunandi kosti og galla, sumum hjólum er erfiðara að stjórna en öðrum og sum fara mun hraðar en önnur. Ef allar brautir eru kláraðar í Saturn-keppninni fær maður aðgang að svokölluðum Superbikes eða ofurhjólum sem eru öllu betri og vígalegri en hin gömlu. Allir keppendur verða einnig mun betri í þessum flokki.