TVÆR messur verða í Laugarneskirkju sunnudaginn 12. október. Fyrri messan verður kl. 11 en samtímis henni er barnastarf. Sr. Helgi Hróbjartsson predikar en sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir altari. Drengjakór Laugarneskirkju syngur og er þetta í fyrsta skipti í vetur sem kórinn syngur eftir að vetrarstarfið hófst. Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson.
Kvöldmessa
í LaugarneskirkjuTVÆR messur verða í Laugarneskirkju sunnudaginn 12. október. Fyrri messan verður kl. 11 en samtímis henni er barnastarf. Sr. Helgi Hróbjartsson predikar en sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir altari. Drengjakór Laugarneskirkju syngur og er þetta í fyrsta skipti í vetur sem kórinn syngur eftir að vetrarstarfið hófst. Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson.
Um kvöldið kl. 20.30 verður messa með "djass-tónum". Djasskvartett leikur frá kl. 20 undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Með honum leika Tómas R. Einarsson, Sigurður Flosason og Matthías M.D. Hemstock. Einsöngvari með Kór Laugarneskirkju verður Þorvaldur Halldórsson. Prestur er Jón D. Hróbjartsson. Eftir báðar messurnar verður boðið upp á kaffisopa í safnaðarsalnum.
Á þriðjudagskvöldum eru lofgjörðar- og bænastundir kl. 21 í umsjá Þorvaldar Halldórssonar og á fimmtudögum eru kyrrðarstundir í hádegi í umsjá sóknarprests. Fyrir báðar þessar bænastundir er hægt að koma bænaefnum á framfæri við prestinn eða annað starfsfólk kirkjunnar.