VÆNTANLEGUR til landsins er dr. Frank Herzlin og eiginkona hans. Er hann að góðu kunnir fyrir störf sín í þágu þeirra íslenslu alkóhólista sem leituðu sér bata á Freeport, segir í tilkynningu. Í tilefni af komu þeirra hyggst Freeportklúbburinn standa fyrir samverustund í Sunnusal Hótel Sögu þriðjudaginn 14. október kl. 20.30. Þar sem fólki gefst kostur á að spjalla við hann.
Samverustund
hjá FreeportklúbbnumVÆNTANLEGUR til landsins er dr. Frank Herzlin og eiginkona hans. Er hann að góðu kunnir fyrir störf sín í þágu þeirra íslenslu alkóhólista sem leituðu sér bata á Freeport, segir í tilkynningu. Í tilefni af komu þeirra hyggst Freeportklúbburinn standa fyrir samverustund í Sunnusal Hótel Sögu þriðjudaginn 14. október kl. 20.30. Þar sem fólki gefst kostur á að spjalla við hann. Aðgangur er ókeypis en veitingar verða seldar á hóflegu verði.
"Dr. Frank Herzlin er geðlæknir að mennt. Á sjötta áratug aldarinnar festi hann ásamt fjölskyldu sinni kaup á litlu sjúkrahúsi í sjávarbænum Freeport á Long Island.
Dr. Herzlin og eiginkona hans komu fram í heimildarmynd um meðferðarúrræði á Íslandi frá öndverðu sem Freeportklúbburinn lét gera í tilefni af 20 ára afmæli klúbbsins 12. ágúst 1986 og sýnd var síðsta uppstigningardag í Sjónvarpinu. Mynd þessi verður til sýnis og sölu á ensku og íslensku á fundinum," segir ennfremur í tilkynningu frá Freeportklúbbnum.