dagbok nr. 62,7-------
dagbok nr. 62,7 ------- " Í dag er laugardagur 11. október, 284. dagur ársins 1997. Orð dagsins: En þetta er ritað til þess að þér trúið, að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og að þér í trúnni eigið líf í hans nafni.

(Jóhannes 20, 31.)

Skipin

Hafnarfjarðarhöfn: Í fyrradag kom Mánabergið. Í gær fór flutningaskipið Haukur og Gemini. Lómur fór í gær. Olshana fer í dag.

Minningarkort

MS-félag Íslands. Minningarkort MS-félagsins eru afgreidd á Sléttuvegi 5, Rvk og í síma/myndrita 568 8620.

Minningarkort Kvenfélagsins Hringsins í Hafnarfirði fást hjá blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555 0104 og hjá Ernu s. 565 0152 (gíróþjónusta).

Minningarkort Barnadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru afgreidd í síma 525­1000 gegn heimsendingu gíróseðils.

Minningarkort Hvítabandsins fást í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581 og hjá Kristínu Gísladóttur s. 551-7193 og Elínu Snorradóttur s. 561-5622. Allur ágóði rennur til líknarmála.

Minningarkort Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins eru seld hjá Thorvaldsensbasar, Austurstræti 4. Sími 551-3509. Allur ágóði rennur til líknarmála.

Mannamót

Húmanistahreyfingin stendur fyrir "jákvæðu stundinni" alla þriðjudaga kl. 20-21 í hverfismiðstöð húmanista, Blönduhlíð 35, (gengið inn frá Stakkahlíð).

Úlfaldinn og mýflugan, Ármúla 40. Félagsvist í kvöld kl. 20. Allir velkomnir.

Íslenska dyslexíufélagið er með opið hús fyrsta laugardag í hverjum mánuði frá kl. 13-16. Símatími mánud. frá kl. 20-22. Síminn er 552­6199.

Félag austfirskra kvenna heldur basar, köku- og kaffisölu á Hallveigarstöðum sunnudaginn 12. október kl. 14.

Gerðuberg, félagsstarf. Á þriðjudaginn 14. október kl. 14 verður fræðslu- og skemmtifundur á vegum áhugafólks um íþróttir aldraðra. M.a. kynning á boccia. Sungið, leikið og dansað. Kaffiveitingar í teríu. Allir velkomnir.

Barðstrendingafélagið. Kvennadeildin heldur basar í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, (Sama hús og Máttur) og hefst kl. 14.

Gjábakki, Fannborg 8. Á mánudag: Námskeið í keramik kl. 9.30. Loberinn spilaður kl. 13. Enska II kl. 13.30, enska III kl. 15. Handavinnustofan opin frá kl. 9-17.

Kvenfélag Grensássóknar heldur 1. fund vetrarins í safnaðarheimilinu mánudaginn 13. okt. kl. 20. Vetrarstarfið rætt. Kaffi.

Félag eldri borgara í Rvík og nágr. Göngu- Hrólfar fara í létta göngu um borgina kl. 10 frá Risinu, Hverfisgötu 105.

Kirkjustarf

Neskirkja. Stutt skógarferð innan borgarmarkanna. Fararstjóri Jóna Hansen kennari. Heitt súkkulaði og vöfflur í safnaðarheimili að ferð lokinni. Þátttaka tilkynnist í síma 551-6783 milli kl. 16 og 18. Allir velkomnir.

Hjálpræðisherinn. Laugardagsskólinn verður laugardag kl. 13-14.30. Börn og foreldrar hjartanlega velkomnir.

Fríkirkjan í Hafnarfirði. Minningarspjöld kirkjunnar fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blómabúðinni burkna.