VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,3% í september og mældist hún 181,9 stig í októberbyrjun. Þetta er þriðja mánuðinn í röð sem umtalsverð hækkun verður á vísitölunni og mælist verðbólguhraðinn nú vera 4,1% á ársgrundvelli, miðað við hækkanir á vísitölunni síðustu þrjá mánuði. Hækkun vísitölunnar undanfarna 12 mánuði er hins vegar 1,9%.
Ð4,1% verðbólguhraði síðastliðna
þrjá mánuðiVÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,3% í september og mældist hún 181,9 stig í októberbyrjun. Þetta er þriðja mánuðinn í röð sem umtalsverð hækkun verður á vísitölunni og mælist verðbólguhraðinn nú vera 4,1% á ársgrundvelli, miðað við hækkanir á vísitölunni síðustu þrjá mánuði. Hækkun vísitölunnar undanfarna 12 mánuði er hins vegar 1,9%.
Það sem vegur þyngst í hækkuninni nú er 8,9% hækkun á tóbaki en sú hækkun veldur um 0,14% hækkun á vísitölunni. Þá veldur 6,9% hækkun á grænmeti, kartöflum og fleiru 0,09% hækkun vísitölunnar og 5% hækkun ávaxta veldur 0,05% hækkun.
Hins vegar má búast við að hækkanir á grænmeti muni ganga að einhverju leyti til baka nú í mánuðinum, en eins og fram hefur komið verða tollar á agúrkum, salati, tómötum og papriku felldir niður í þrepum í þessum mánuði því samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, mega þessar vörur ekki bera tolla frá 1. nóvember til 15. mars.
Stefnir í 2,53% verðbólgu á þessu ári
Þórður Friðjónsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar, segir þessar miklu hækkanir á vísitölu neysluverðs á undanförnum mánuðum, vera við efri mörk þess sem ásættanlegt sé. Hann segir þær þó ekki vera verulegt áhyggjuefni nema framhald verði á.
"Breytingar af þessari stærðargráðu koma ekki á óvart í þessum mánuði. Þetta þýðir að mínu viti einfaldlega að verðbólgan frá upphafi til loka þessa árs stefnir í 2,5-3% og það er einfaldlega það sem menn áætluðu í kjölfar kjarasamninganna. Þetta felur þó í sér að menn gera ráð fyrir því að það dragi aðeins úr verðbólguhraðanum á næstu mánuðum.
Við spáum 3% hækkun og mér sýnist að það geti gengið eftir. Hins vegar þurfa menn að athuga vel sinn gang ef þessar hækkanir verða áfram viðvarandi, því verðbólga sem er að einhverju marki umfram 3% ekki ásættanleg að mínu viti," segir Þórður.