DUL-
HYGGJA
Í LISTUM
FÉLAG íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag Íslands byrja vetrarstarf sitt í
ár á tónleikum Snorra Sigfúsar Birgissonar, píanóleikara og tónskálds, sem haldnir verða í Norræna húsinu á morgun, mánudag, kl. 20. Snorri Sigfús leikur verk eftir sjálfan sig, sem hann nefnir "Æfingar fyrir píanó". Fyrst mun hann tala um verkið með tóndæmum, en Æfingarnar eru lauslega byggðar á tarotspilum en þau eru hluti af mystískum fræðum og mun Snorri fjalla um táknfræði spilanna og að hve miklu leyti hún endurspeglast í tónlistinni og hverjar eru takmarkanir táknfræði í tónlistinni, síðan leikur Snorri allt verkið. Aðgangseyrir er 500 kr.
Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur, heldur námskeið sem ber yfirskriftina Dulhyggja í listum. í formála að námskeiðinu segir Gunnar m.a.: "Í bókmenntum og listum samtímans er víða að finna sterka strengi hefðbundinnar dulhyggju, ýmist náttúrudulhyggju eða þjáningardulhyggju. Í erindunum verður gerð grein fyrir þessari sterku hefð í vestrænni menningu, í trú, heimspeki og alþýðumenningu."
Skipting námskeiðsins verður með eftirfarandi hætti: 27. október. Dulhyggja í vestrænni menningu, helstu hefðir. 3. nóvember. Jökull í spegli: Um náttúrudulhyggju. 10. nóvember. Rökkur á Kirkjusandi. Um þjáningardulhyggju. 17. nóvember. Jón prímus og móðir Teresa.
Námskeiðin verða haldin í Odda kl. 2022 öll kvöldin og eru öllum opin.