NÝJASTA kvikmynd Pedros Almodovars "Live Flesh" þykir hafa upp á allt að bjóða sem aðdáendur hans hafa hrifist af í fyrri myndum hans. Sem dæmi má nefna erótík, sektarkennd, flúorgræna skó, eiturlyfjaneyslu og byssur. Almodovar hafði ekki leikstýrt kvikmynd í tvö ár fyrir þessa mynd.
Ögrandi
mynd frá AlmodovarNÝJASTA kvikmynd Pedros Almodovars "Live Flesh" þykir hafa upp á allt að bjóða sem aðdáendur hans hafa hrifist af í fyrri myndum hans. Sem dæmi má nefna erótík, sektarkennd, flúorgræna skó, eiturlyfjaneyslu og byssur.
Almodovar hafði ekki leikstýrt kvikmynd í tvö ár fyrir þessa mynd. Hún fjallar um ástarþríhyrning lögreglumanns, sem lamaður er fyrir neðan mitti, eiginkonu hans og fyrrverandi fanga. Er handritið byggt á spennusögu eftir Ruth Rendell.
"Þetta er mest ögrandi mynd sem ég hef gert og sú mynd sem hefur stuðað mig mest," sagði Almodovar á forsýningu nýlega. Kvikmyndin fjallar um Victor sem er sonur gleðikonu og er ranglega settur í steininn fyrir að skjóta lögregluþjón. 26 árum síðar ákveður hann að hefna sín.
Almodovar hefur áður gert umdeildar myndir. Í "Kika" var tólf mínútna nauðgunaratriði þar sem fórnarlambið hafði ánægju af nauðguninni. Kvikmyndin "Tie Me Up, Tie Me Down" fjallar um bundna og keflaða konu sem verður ástfangin af mannræningjanum.
"Live Flesh" var frumsýnd á Spáni í gær og verður lokamyndin á Kvikmyndahátíðinni í New York, sem lýkur næstkomandi mánudag.
VICTORIA Abril fór á kostum í kvikmyndinni "Kika".