Á FJÖLMENNUM fundi Foreldra- og kennarafélags Réttarholtsskóla sem haldinn var 1. október sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: "Aðalfundur Foreldra- og kennarafélags Réttarholtsskóla lýsir yfir áhyggjum með stöðuna í kjaraviðræðum kennarafélaganna og samninganefndar sveitarfélaganna.
Á FJÖLMENNUM fundi Foreldra- og kennarafélags Réttarholtsskóla sem haldinn var 1. október sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: "Aðalfundur Foreldra- og kennarafélags Réttarholtsskóla lýsir yfir áhyggjum með stöðuna í kjaraviðræðum kennarafélaganna og samninganefndar sveitarfélaganna. Aðalfundurinn skorar á borgarstjórn Reykjavíkur að gera sitt ítrasta svo kjarasamningar náist án verkfalls."