EVRÓPSKU kvikmyndaverðlaunin ætla að breyta um stíl í ár. Evrópska kvikmyndakademían, sem stendur að baki verðlaununum, ætlar að leggja Felix-verðlaunagripinn til hliðar og reyna að höfða meira til almennings. Akademían hefur þótt hampa listrænum kvikmyndum sem enginn sér og hefur því áhugi á Felix-verðlaunahátíðinni dvínað jafnt og þétt.
EVRÓPSKU

KVIKMYNDAVERÐLAUNIN



Almenn-

ingur komi að vali mynda

EVRÓPSKU kvikmyndaverðlaunin ætla að breyta um stíl í ár. Evrópska kvikmyndakademían, sem stendur að baki verðlaununum, ætlar að leggja Felix-verðlaunagripinn til hliðar og reyna að höfða meira til almennings. Akademían hefur þótt hampa listrænum kvikmyndum sem enginn sér og hefur því áhugi á Felix-verðlaunahátíðinni dvínað jafnt og þétt.

Breski kvikmyndaframleiðandinn Nick Powell tók við stjórn kvikmyndaakademíunar á síðasta ári og hefur unnið að því hörðum höndum að fá nýja liðsmenn um borð. Honum þótti listrænir kvikmyndaleikstjórar ráða fullmiklu og fékk þess vegna fulltrúa evrópskra og bandarískra kvikmyndavera til þess að gerast meðlimi í akademíunni. Powell segist gera þetta til þess að verðlaunin verði betri fulltrúi fyrir evrópskan kvikmyndaiðnað almennt.

Almenningur mun fá tækifæri til að verðlauna sína uppáhaldsmynd þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða veitt 6. desember nk. í Berlín. Hægt verður að veita mynd atkvæði með því að hringja, eða hafa samband í gegnum alnetið. Einnig verður atkvæðaseðlum dreift með kvikmyndablöðum, auk þess sem kjörklefar verða í öllum útibúum Planet Hollywood í Evrópu, en þau eru 23 að tölu.

Eins og fyrr sagði fer verðlaunaafhendingin fram 6. desember nk. og verður henni sjónvarpað á Sky og til greina kemur að verðlaununum verði einnig gerð skil hjá MTV Europe.