HAGNAÐUR af rekstri Fiskmarkaðar Breiðafjarðar í Ólafsvík nam tæpum 4 milljónum króna á fyrstu 8 mánuðum þessa árs. Er þetta um 12% aukning hagnaðar frá því sem var allt síðasta ár. Rekstrartekjur félagsins námu 72,5 milljónum króna á tímabilinu, samanborið við tæplega 102 milljónir allt síðasta ár.
Ð4 milljóna króna hagnaður hjá Fiskmarkaði Breiðafjarðar

HAGNAÐUR af rekstri Fiskmarkaðar Breiðafjarðar í Ólafsvík nam tæpum 4 milljónum króna á fyrstu 8 mánuðum þessa árs. Er þetta um 12% aukning hagnaðar frá því sem var allt síðasta ár.

Rekstrartekjur félagsins námu 72,5 milljónum króna á tímabilinu, samanborið við tæplega 102 milljónir allt síðasta ár.

Að sögn Tryggva Leifs Óttarssonar, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar Breiðafjarðar, liggur ekki fyrir endurskoðað uppgjör fyrir fyrstu átta mánuði síðasta árs en ljóst sé að hagnaður sé meiri í ár auk þess sem rekstrartekjur séu orðnar nokkru meiri en þær hafi verið á sama tíma í fyrra.

Hann segir stefnt að því að rekstrartekjur félagsins verði um 100 milljónir á þessu ári, en þau markmið séu þó talsvert háð ytri skilyrðum svo sem því hvernig viðri til veiða.

Heildareignir Fiskmarkaðarins námu í lok tímabilsins 132,6 milljónum króna, en þar af voru fastafjármunir 95 milljónir. Eiginfjárhlutfall var 45,3%.