KVIKMYNDASÝNINGAR eru fyrir börn í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Sunnudaginn 12. október kl. 14 verður kvikmyndin "Det skaldede spøgelse" sem er um drenginn Jasper, 11 ára, sem missir gamlan vin sinn, Aron. Jasper erfir eftir hann gamlan fresskött og læstan skáp sem öllum er sama um.
KVIKMYNDASÝNINGAR eru
fyrir börn í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Sunnudaginn 12. október kl. 14 verður kvikmyndin "Det skaldede spøgelse" sem er um drenginn Jasper, 11 ára, sem missir gamlan vin sinn, Aron. Jasper erfir eftir hann gamlan fresskött og læstan skáp sem öllum er sama um. Í skápnum býr sköllóttur draugur, furðulíkur Aroni, hinum nýlátna vini hans. Myndin er með dönsku tali og er sýningartími 72 mínútur. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.