MYND af einum alræmdasta morðingja Bretlands, Myru Hindley, var sett upp að nýju á föstudag í Konunglegu akademíunni í London. Það var tekið niður eftir að reiðir áhorfendur slettu á það bleki og eggjum en verkið hefur vakið miklar deilur, þar sem mörgum þykir það fjarri öllu velsæmi að sýna mynd af barnamorðingjanum Hindley, sem gert er úr lófaförum barna.
HINDLEY UPP AÐ NÝJUMYND af einum alræmdasta morðingja Bretlands, Myru Hindley, var sett upp að nýju á föstudag í Konunglegu akademíunni í London.
Það var tekið niður eftir að reiðir áhorfendur slettu á það bleki og eggjum en verkið hefur vakið miklar deilur, þar sem mörgum þykir það fjarri öllu velsæmi að sýna mynd af barnamorðingjanum Hindley, sem gert er úr lófaförum barna. Hindley var dæmd í ævilangt fangelsi árið 1966 fyrir að pynta börn, og taka skelfingaróp þeirra upp á band og myrða. Verkið er eftir Marcus Harvey og verður hér eftir sýnt undir plasthlíf, til að veita því "nauðsynlega vernd" að sögn safnsstjórnanna.